Thursday, July 17, 2008

Eigi hef ég verið duglegur að blogga upp á síðkastið. Síðan ég flutti í þessa borg niðurníslu og margmennis. En nú stendur það til bóta. Því hvað er betra en að nota sumarið í blogg? Erfiðlega gengur mér að koma út eilífðarverkinu Death & Resurrection. En nú verður fljótlega bót þar á. Þar sem ég hef ákveðið að gefa út gripinn á CDBABY. En það ku ekki vera verra né betra en nokkursstaðar annarsstaðar.
Mér þykir alltaf merkilegt að fylgjast með mannlífi í þessari borg. Hér flæða samana allar tegundir af fólki mögulegar...
Á þriðjudag mun ég spila á tónleikum á Living Room í Brooklyn.
Kær kveðja, Hallvarður

Monday, June 09, 2008

Hér er allt gott að frétta.
Það er líkt og að vera í sauna að vera úti undir berum himni.8)
Ég bý á Prospect Hights í gömlu húsi, sem er leigt út af konu sem er enskukennari og syngur í hljómsveit.
Gatan heitir St. Marks Ave, en fyrir nokkrum árum var hérna krakkhús hinum megin við götuna, en núna er þetta orðið voða fínt hverfi, sem er fullt af svokölluðum 'stroller moms'. Þær eru merki um 'gentrification', en það er þegar hvíta fólkið flytur inn í hverfi og tekur það smán saman yfir, alveg óvart, þannig að leigan hækkar, og upphaflegir íbúar þurfa að flytja í burtu. Þetta er nokkurskonar hringrás.
1) hverfi er hæfilega langt frá manhattan til að fólk geti lifað þar á ódýrum kjörum
2) unga listafólkið flytur inn fyrir ódýra leigu, og opnar gallerí eða tónleikastað, þannig að hverfið verður hip og cool
3) upparnir koma og kaupa allt upp og hækka verðið á öllu....
Nú er spurning hvað myndi gerast ef til dæmis svona færi fyrir 101. Hvað yrði þá næsta hip og cool hverfið í Reykjavík?

Sunday, May 07, 2006



Viðurstyggð eru hljómsveit.
Þær eru pjöllur

Monday, March 20, 2006

stundum er nauðsynlegt að byrja upp á nýtt
stundum er nauðsynlegt að byrja upp á nýtt